Keli Toll

Kelitoll er einstakt dýr á yfirborði jarðar sem býr jafnan í úthverfum Rvk en þó hafa heyrst sögur um að fyrirbærið flytji sig helgarsetu á vesturland, nánar tiltekið til stykkishólms. Kelinn er viðkvæmur fyrir jákvæðri umræðu um rauða bíla sem og skósmiði og er fólki ráðlagt að koma sér í örugga fjarlægð ef slíkt hendir. Bannað er að fóðra kelann!

föstudagur, september 24, 2004

það hefur verið kvartað yfir því í sífellu við ástkæra kvinnu mína að ég bloggi ekki nógu mikið og hefur hún verið dugleg að láta mig heyra það, en þetta er einmitt málið!
'Eg Byrjaði að blogga því ég hafði bara ekki neitt annað að gera en núna hef ég það!

En svona til að gleðja allar þær litlu sálir sem gleðjast af kelasögunum og safna þeim jafnvel saman til að segja barnabörnunum eftir 40 ár og hlæja að, þá hef ég aðra ,,skemmtilega´´ sögu af kela hinum heppna og ævintýrum hans!

'Eg var bara að keyra heim í rólegheitum úr búðinni síðastliðinn sunnudag og og bílinn, my good old faithfull ákvað að hætta vera svo good, ákvað eð verða ennþá minna faithfull og drapst!
Just my luck!
Þannig að núna er ég horfinn aftur til kunnulegra tíma, kominn á ford aftur, þetta sinn er það mondeo. alveg sáttur við það !

Er að búa mig undir að vakna í nótt og horfa á tímatökuna í nótt kl 6.
Fyrsta skiptið sem formúlan kemur til kína og allt er svaka spennandi! Það skemmdi svo ekki fyrir að skummi lenti í einhvurri software bilun í æfingu í morgun og það gladdi mitt svartsilfraða hjarta! Go Mc!

Djöfull er nú leiðinlegt að blogga! Af hverju í andskotanum byrjaði ég á þessu??????

Fedbackkvót dagsins:
Bong the babe, einhvað einhvað
quit fooling around, just watch the track!

(ekki spurja mig hvað þetta þýðir, ég hef ekki hugmynd!)

adios!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Já! ég var að fá að vita það í dag að ég fékk starfið hjá Ingvari Helgasyni!
Eg var í atvinnuviðtali á mánudaginn síðasta og fannst það ganga eins og í sögu, en var orðinn vonlítill um að fá starfið fyrst að það var ekki búið að hafa samband við mig fyrr.
Anyways! I bagged that fish og er sko kátur með það! Það held ég nú! Starfið er semsagt standsetning á nýjum bílum, en það felst í því að þrífa bílana að innan, tengja hljómtæki, setja upp dráttarbúnað osfrv.
Er meira en lítið spenntur!

Nú bíð ég bara eftir helginni, en þá verður einmitt keppt í F1 á Spa Francorchamps í belgíu! Það er einmitt uppáhaldsbraut nánast allra ökuþóra og er maður alveg spenntur fyrir dæminu þó sjúmi sé með bikarinn í vasanum. Bíð spenntastur eftir því að sjá hvernig mp4-19b mac-inn höndlar hraðar beygjur líkt og eau rouge sem og nýja bus stop complexið!
Þetta er einmitt brautin þar sem minn gamli vin Hakkinen tók sjúma alveg aftaní! A því herrans ári 2000 eftir krist tók hann framúr skósmiðnum og ricardo Zonta (þáverani Bar ökumanni) í einu, og er það magnaðasti framúrakstur sögunnar! anyways.....
Bið guð um spennandi keppni, (not that it´ll make any goddamn difference!) Formúla 1 þarf alvarlega á því að halda

Ætla einnig á feitt fillerí um helgina! Ætlum líklega (me and my lovely girlfriend) að halda late innflutningspartí en það á samt eftir að skýrast betur. langar voðalega mikið í öl þessa stundina! ,,Patiencccccce, my love'' sagði smygill víst og ætla ég að fylgja því heilræði!
Nóg af þessu kjaftæði! er farinn að sofa!

Feedbacklína dagsins:
Nú gengið hef ég lengi til að finna fjárans tengi,
sem ég í tölvu þarf eða haus minn strax ég sprengi!

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

BROOOOOOOOOOOOOOOOOOM!

Jahá, Eg er mættur á bloggið! Trúi þessu varla upp á sjálfan mig, því ég hef verið ötull talsmaður gegn þessum fjanda í áratugi, en enginn má við margnum og eftir ítrekaðar áskoranir....... Jæja, ok, ok! Já þið sáuð í gegnum mig! Fjandinn!!! það var enginn þrýstingur á mig! það eru engar áskoranir og það voru engar hvatningarræður sem fengu mig til að byrja á þessum fjanda!Eg sit bara einn heima og hundleiðist af því að ég er búinn að gera allt í þessari tölvudruslu sem talist getur áhugavert og óáhugavert, skapandi jafnt og heiladeyfandi, skemmtilegt sem og drepleiðinlegt! Feel like i've seen it all! Að minnsta kosti líður mér þannig!

Eg hafði einnig hugsað mér að nota þetta bloggdót til að fá útrás fyrir F1 pælingar mínar og hlífa þannig vinum og vandamönnum fyrir ,,röflinu'' í mér, þar sem enginn á þessari jörð virðist hafa sama áhuga á F1 eins og ég........og NEI! þó þú sért voða hrifinn af ,,snillingnum'' Michael Schumacher og þykist vita hversu ,,laangbestur'' hann sé í F1 að þá gerir það þig EKKI að áhugamanni um formulu 1, FIFL! (vanalega er ég ekki svona bitur)

En á léttari nótum!
I anda kvinnu minnar ætla ég að hafa kvót dagsins, eða línu (kannski það verði mánaðarsins, allt eftir því hversu duglegur maður er að krota) og ætla ég að sækja þau í merka tónlistamenn er voru upp á sitt besta í kringum 1998!

Feedbacklína dagsins:
Dont Fuck with my umbrella!